Fólk ósátt við klæðaval Trump í minningarathöfn

Melania Trump var sú eina af fyrrverandi forsetafrúnum sem mætti …
Melania Trump var sú eina af fyrrverandi forsetafrúnum sem mætti í öðru en svörtu. AFP

Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, var viðstödd minningarathöfn Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrúar Bandaríkjanna, sem gerð var frá Glenn Memorial kirkju í Atlanta í Georgíu í gærdag.

Trump vakti mikla athygli fyrir klæðaburð sinn en meðal hundruð svartklæddra syrgjenda þá kæddist hún grárri „tweed“ kápu og stuttum kjól, sem mörgum þótti óviðeigandi og ókurteist. 

Eiginmaður hennar, Donald Trump, var ekki viðstaddur minningarathöfnina en Trump sat við hlið Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrúar Bandaríkjanna, sem mætti einnig án eiginmanns síns. 

Carter, sem lést hinn 19. nóvember síðastliðinn, 96 ára að aldri, verður jarðsungin í dag, miðvikudag.

Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna.
Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál