Elstu flíkurnar rúmlega 30 ára gamlar

Gamlar flíkur hafa fengið endurnýjun lífdaga í hringrásarverkefni Rauða krossins …
Gamlar flíkur hafa fengið endurnýjun lífdaga í hringrásarverkefni Rauða krossins og 66°Norður Ljósmynd/Aðsend

66°Norður og Rauði krossinn á Íslandi standa að samstarfi þar sem hringrás er í fyrirrúmi. Um er að ræða notaðar 66°Norður flíkur sem hafa eignast nýtt líf. 

Efnalaugin Fönn sá um að hreinsa flíkurnar áður en saumastofa 66°Norður fékk þær í sínar hendur. Ungu íslensku hönnuðirnir í Fléttu sérhönnuðu merkimiða fyrir flíkurnar úr afskurði frá framleiðslunni. Lokaafurðin er síðan send aftur til Rauða krossins sem hlýtur allan ágóða af sölunni. Salan á flíkunum hefst á föstudaginn í búð Rauða krossins á Laugavegi 12. 

Nýtt líf

„Elstu flíkurnar í þessu samstarfi eru Kríu-flíspeysurnar en þær eru rúmlega 30 ára gamlar og eru ennþá góðu standi. Við skiptum aðallega um teygjur á þeim sem morkna með tímanum en örfáar flíspeysur fengu einnig nýjan rennilás. Við erum að sjá skemmtilegri eldri flíkur eins og skeljakka sem heitir Glymur sem er 20 ára gamall, það er jakki sem hönnunardeildin okkar notar ennþá sem innblástur fyrir nýjar vörur,“ segir Hólmfríður Ósk Guðmundsdóttir, yfirmaður viðgerðadeildar 66°Norður.

Hólmfríður segir að hugtakið ódrepandi sé ríkjandi í nálgun 66°Norður. Sú sýn kemur heim og saman með Rauða krossinum. Viðskiptavinir 66°Norður geta sent flíkur til lagfæringar á saumastofu fyrirtækisins, auk þess að skila gömlum flíkum til að fá afslátt við næstu kaup. Fyrirtækið vill með þessu sjá til þess að viðskiptavinir þess geti skilað flíkum í verslanir hvenær sem er. Þannig er hægt að tryggja að varan verði endurnýtt eða fái nýtt líf í öðrum höndum.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend

Ferðamenn ánægðir Rauða kross-búðirnar

„Vörurnar frá 66°Norður eru vinsælar hjá okkur. Túristarnir eru oft mjög ánægðir að fá þær „second hand“ eftir að hafa skoðað í verslunum 66°Norður. Þær seljast sérstaklega vel á Laugavegi 12,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í fataverkefni Rauða krossins.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál