Frumsýndi heljarinnar „blackout“ húðflúr

Machine Gun Kelly er vinsæll tónlistarmaður og þekktur fyrir rapptónlist.
Machine Gun Kelly er vinsæll tónlistarmaður og þekktur fyrir rapptónlist. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly, sem heitir réttu nafni Colson Baker, frumsýndi nýtt húðflúr á Instagram-reikningi sínum í gærdag.

Kelly sem skartar fjölmörgum húðflúrum hefur nú látið þekja báða handleggi sína, axlir, brjóstkassa og geirvörtur með svörtu bleki, en slík húðflúr hafa vaxið í vinsældum á síðustu árum og kallast „blackout“. 

Húðflúrið var gert af tveimur listamönnum sem kalla sig Roxx & Cats. Báðir eru vel þekktir víða um heim fyrir sköpunarverk sín gerð með svörtu bleki. Ekki er vitað hvað þetta ferli tók langan tíma, en listamennirnir kláruðu nýja húðflúrið yfir jólina og hefur tónlistarmaðurinn haldið því leyndu frá aðdáendum sínum í nokkrar vikur. 

Um leið og Kelly birti myndina á Instagram voru netverjar ekki lengi að koma skoðunum sínum á framfæri í athugasemdarkerfinu og voru mjög skiptar skoðanir um ágæti húðflúrsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál