10 hlutir sem gleðja ástina þína á konudaginn

Á óskalista vikunnar eru tíu hugmyndir að dásamlegum konudagsgjöfum.
Á óskalista vikunnar eru tíu hugmyndir að dásamlegum konudagsgjöfum. Samsett mynd

Konudagurinn er næstkomandi sunnudag þrátt fyrir að margir hafi haldið að hann hafi verið um síðustu helgi. Á óskalista vikunnar finnur þú því tíu ljómandi góðar hugmyndir að fallegum gjöfum til að gleðja ástina þína!

Klassík sem klikkar ekki!

Það eru allar líkur á því að þú hittir beint í mark með fallegu skarti, enda klassísk gjöf sem virðist ekki klikka. Þessir fallegu perlueyrnalokkar frá íslenska fyrirtækinu Mjöll eru fullkomin konudagsgjöf, enda tímalaus hönnun sem fangar augað.

Perlueyrnalokkar fást hjá Mjöll og kosta 14.800 - 15.800 kr.
Perlueyrnalokkar fást hjá Mjöll og kosta 14.800 - 15.800 kr. Ljósmynd/Mjoll.is

Draumaskórnir!

Það virðist alltaf vera pláss fyrir eitt skópar í viðbót í fataskápnum, en þessir trylltu skór frá GANNI munu heilla tískuunnendur á öllum aldri. Þótt það hafi bæst í snjóinn í vikunni þá fengu margir vorfiðring um síðustu helgi, en með þessum skóm fylgir andlegt vor sem er oft nóg til að komast í gegnum restina af vetrinum. 

Skór frá GANNI fást hjá Andrá Reykjavík og kosta 49.900 …
Skór frá GANNI fást hjá Andrá Reykjavík og kosta 49.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik.com

Kaffiást!

Þegar tvennt sem þykir með því betra sem heimurinn hefur upp á að bjóða, kaffi og ást, rennur saman í eitt þá getur útkoman ekki klikkað. Þessi fallega ljóðabók eftir Jóndísi Ingu Hinriksdóttur er dásamlegt gjöf fyrir þann sem þú elskar, en í henni finnur þú ljóð sem fjalla á einn eða annan hátt um kaffi og tilfinningar. 

Ljóðabókin Kaffiást eftir Jóndísi Ingu Hinriksdóttur fæst hjá Overzlun og …
Ljóðabókin Kaffiást eftir Jóndísi Ingu Hinriksdóttur fæst hjá Overzlun og kostar 3.500 kr. Ljósmynd/Overzlun.is

Dúnmjúkt dekur!

Það eru oft litlu hlutirnir í lífinu sem skipta máli, eins og að skríða upp í rúm í undurfögrum og dúnmjúkum náttfötum eftir langan dag. Þetta flotta náttfatasett er frá danska merkinu Levete Room og er úr 100% bómull sem dekrar við þig alla nóttina. 

Náttföt frá Levete Room fást hjá Ungfrúin góða og kosta …
Náttföt frá Levete Room fást hjá Ungfrúin góða og kosta 19.900 kr. Ljósmynd/Ungfruingoda.is

Rómantík í flösku!

Góður ilmur er ein af þessum gjöfum sem hægt er að treysta á. Þessi ilmur frá Valentino er frísklegur, rómantískur og hreinlega ávanabindandi! Honum er líklega best lýst sem hlýlegri blöndu af blóma- og viðarilm, en í flöskunni sameinast ljúfur ilmur af svörtu tei, jasmíni og vanillu. 

Born in Roma ilmur frá Valentino fæst í Hagkaup og …
Born in Roma ilmur frá Valentino fæst í Hagkaup og kostar 13.999 - 18.999 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is

Fyrir konudagsblómin!

Ef það er eitthvað sem er betra en að fá fallegan blómvönd með uppáhaldsblómunum sínum, þá er það að fá fallegan blómvönd og fallegan vasa undir blómin. Þessi skemmtilegi vasi er hannaður af Kristian Sofus Hansen og Tommy Hyldahl fyrir 101 Copenhagen, en hann er einkar formfagur og líkist helst skúlptúr. 

Vasi frá 101 Copenhagen fæst í Norr11 og kostar 7.990 …
Vasi frá 101 Copenhagen fæst í Norr11 og kostar 7.990 kr. Ljósmynd/Norr11.is

Hin fullkomna taska!

Það verða allir að eiga klassíska svarta tösku fyrir fínni tilefni og því tilvalið að nýta konudaginn í að bæta einni slíkri við fataskápinn. Þessi flotta taska frá Monk & Anna er í senn klassísk og nútímaleg með skemmtilegu og stílhreinu sniði. 

Taska frá Monk & Anna fæst hjá Lauuf og kostar …
Taska frá Monk & Anna fæst hjá Lauuf og kostar 8.950 kr. Ljósmynd/Lauuf.com

Paradís fyrir bragðlaukana!

Það eru ekki margir sem slá hendinni á móti góðu súkkulaði, sérstaklega ef það kemur í fallegum umbúðum. Þú sendir bragðlaukana beinustu leið í paradís með þessari öskju frá Lakrids by Bülow – hver er ekki til í það á konudaginn?

Konfektkassi frá Lakrids by Bülow fæst í Epal og kostar …
Konfektkassi frá Lakrids by Bülow fæst í Epal og kostar 5.950 kr. Ljósmynd/Epal.is

Gjöf sem veitir vellíðan!

Þeir sem eiga góðan gæðaslopp vita að því fylgir heilmikil vellíðan. Þessi fallegi sloppur er úr náttúrulegi höri og sérstaklega hannaður fyrir vellíðan og þægindi í hversdagslegu amstri. Sloppurinn er léttur og andar vel, en hörið verður mýrka við hverja notkun sem gerir sloppinn endingargóðan.

Hör sloppur fæst hjá Hringur Verzlun og kostar 39.900 kr.
Hör sloppur fæst hjá Hringur Verzlun og kostar 39.900 kr. Ljósmynd/Overzlun.is

Fyrir fagurkerann!

Hin undurfögru glös frá Frederik Bagger hafa heillað fagurkera um allan heim, enda falleg og tímalaus hönnun sem gleður augað. Það er því tilvalið að smella flottum kokteilaglösum í pakka fyrir fagurkerann í þínu lífi og njóta þess svo að drekka ljúffenga drykki úr þeim um kvöldið. 

Glös frá Frederik Bagger fást í Epal. Pakki með tveimur …
Glös frá Frederik Bagger fást í Epal. Pakki með tveimur glösum kostar 7.600 kr. Ljósmynd/Epal.is

Það er eitthvað við glösin frá Frederik Bagger sem hefur heillað fagurkera um allan heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál