Valur sigraði í Meistarakeppni KSÍ

Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Vals, skýtur að marki FH í …
Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Vals, skýtur að marki FH í leik liðanna á Laugardalsvelli í fyrra. Sverrir Vilhelmsson

Íslandsmeistarar Vals lögðu bikarmeistara FH 2:1 í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Pálmi Rafn Pálmason var á skotskónum í kvöld og skoraði bæði mörk Vals. Hið fyrra á 16. mínútu og sigurmarkið á 59. mínútu.

Bæði mörk Vals komu eftir undirbúning Guðmundar Benediktssonar. Atli Viðar Björnsson kom FH yfir strax á 4. mínútu leiksins. Dennis Bo Mortenssen leikmaður Vals varð fyrir meiðslum og þurfti að yfirgefa völlinn strax á 11. mínútu.

FH-ingum tókst að setja Valsmenn undir nokkra pressu á lokakafla leiksins en Hlíðarendapiltar þraukuðu og hömpuðu sínum öðrum titli á nokkrum dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert