Eyjamenn unnu 3:2 sigur á Haukum

Ásgeir Aron Ásgeirsson og Guðjón Pétur Lýðsson eigast við í ...
Ásgeir Aron Ásgeirsson og Guðjón Pétur Lýðsson eigast við í leik ÍBV og Hauka í dag. Ljósmynd/Sigfús

ÍBV kom sér enn á ný í toppsæti Pepsideildar karla í knattspyrnu í dag og hefur þar þriggja stiga forskot á Breiðablik fyrir leiki kvöldsins eftir að hafa unnið botnlið Hauka 3:2 í Vestmannaeyjum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Haukar komust yfir í fyrri hálfleik með marki Hilmars Rafns Emilssonar en Denis Sytnik jafnaði metin fyrir leikhlé. Danien Justin Warlem stal hins vegar senunni í seinni hálfleik eftir að hafa komið inná sem varamaður á 64. mínútu því hann skoraði tvö mörk fyrir Eyjamenn áður en Daníel Einarsson minnkaði muninn í lokin.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, James Hurst, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen.
Varamenn: Elías Fannar Stefnisson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Eyþór Helgi Birgisson, Arnór Eyvar Ólafsson, Gauti Þorvarðarson, Danien Justin Warlem.

Lið Hauka: Daði Lárusson, Jamie McCunnie, Kristján Ómar Björnsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Hilmar Rafn Emilsson, Hilmar Geir Eiðsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Daníel Einarsson, Guðmundur Viðar Mete, Alexandre Garcia Canedo, Magnús Björgvinsson.
Varamenn: Amir Mehica, Úlfar Hrafn Pálsson, Þórhalldur Dan Jóhannsson, Gunnar Ormslev Ásgeirsson, Garðar INgvar Geirsson, Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Grétar Atli Grétarsson.

ÍBV 3:2 Haukar opna loka
90. mín. Leik lokið Lokatölur 3:2 og Eyjamenn fagna vel í leikslok.
mbl.is

Bloggað um fréttina