Eyjamenn unnu 3:2 sigur á Haukum

Ásgeir Aron Ásgeirsson og Guðjón Pétur Lýðsson eigast við í …
Ásgeir Aron Ásgeirsson og Guðjón Pétur Lýðsson eigast við í leik ÍBV og Hauka í dag. Ljósmynd/Sigfús

ÍBV kom sér enn á ný í toppsæti Pepsideildar karla í knattspyrnu í dag og hefur þar þriggja stiga forskot á Breiðablik fyrir leiki kvöldsins eftir að hafa unnið botnlið Hauka 3:2 í Vestmannaeyjum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Haukar komust yfir í fyrri hálfleik með marki Hilmars Rafns Emilssonar en Denis Sytnik jafnaði metin fyrir leikhlé. Danien Justin Warlem stal hins vegar senunni í seinni hálfleik eftir að hafa komið inná sem varamaður á 64. mínútu því hann skoraði tvö mörk fyrir Eyjamenn áður en Daníel Einarsson minnkaði muninn í lokin.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, James Hurst, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen.
Varamenn: Elías Fannar Stefnisson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Eyþór Helgi Birgisson, Arnór Eyvar Ólafsson, Gauti Þorvarðarson, Danien Justin Warlem.

Lið Hauka: Daði Lárusson, Jamie McCunnie, Kristján Ómar Björnsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Hilmar Rafn Emilsson, Hilmar Geir Eiðsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Daníel Einarsson, Guðmundur Viðar Mete, Alexandre Garcia Canedo, Magnús Björgvinsson.
Varamenn: Amir Mehica, Úlfar Hrafn Pálsson, Þórhalldur Dan Jóhannsson, Gunnar Ormslev Ásgeirsson, Garðar INgvar Geirsson, Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Grétar Atli Grétarsson.

ÍBV 3:2 Haukar opna loka
90. mín. Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar) fær gult spjald Fyrir brot. Þremur mínútum verður bætt við leikinn og Haukamenn eru ekki sáttir við þann tíma.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert