„Hélt að ég myndi fara að grenja“

Greta Mjöll Samúelsdóttir í leiknum gegn Juvisy í gær.
Greta Mjöll Samúelsdóttir í leiknum gegn Juvisy í gær. mbl.is/Eggert

Greta Mjöll Samúelsdóttir átti góðan leik fyrir Breiðablik í grær gegn franska liðinu Juvisy og barðist af krafti allt til loka. Það bar ávöxt á 84. mínútu þegar hún lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Berglindi. 

„Það var rosalegt að sjá boltann í netinu hjá Berglindi. Ég hélt að ég myndi fara að grenja. Við höfðum ekki hugmynd um hvort jafntefli myndi duga til að komast áfram og ákváðum að berjast þar til flautað yrði og bensíndroparnir yrðu búnir. Við gerðum það enda sá maður líka bara stjörnur í lokin. Þetta er flott og við settum dæmið þannig upp að öll mörk myndu telja og við mættum aldrei hætta. Það sýndi sig að það munaði um þetta eina stig frekar en ekkert,“ sagði Greta í samtali við Morgunblaðið en hún leikur tæplega fleiri leiki með Breiðabliki á þessari leiktið þar sem hún er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún er í námi og leikur í háskóladeildinni.

„Eins og ég segi þá var þetta ágætis leikur til að kveðja í bili og vonandi sný ég bara aftur sterkari á næsta ári,“ sagði Greta ennfremur og ef marka má þennan leik virðist hún vera að ná sér á strik eftir krossbandsslit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka