Blikar innbyrtu fyrsta sigurinn

Blikinn Kristinn Jónsson með nokkra Grindvíkinga í kringum sig í …
Blikinn Kristinn Jónsson með nokkra Grindvíkinga í kringum sig í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert

Breiðablik og Grindavík mætust í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Kópavogsvelli klukkan 19.15. Blikar höfðu að lokum sigur 2:1 en staðan í hálfleik var 1:0 fyrir Grindavík. Gestirnir misstu mann af velli á 21. mínútu en sex mínútum áður höfðu þeir náð forystunni. Blikar sóttu svo nánast án afláts þangað til þeir náðu að jafna metin í síðari hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Blika á tímabilinu.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kári Ársælsson, Kristinn Steindórsson, Rafn Andri Haraldsson, Guðmundur Kristjánsson, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Viktor Unnar Illugason, Haukur Baldvinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Arnar Már Björgvinsson, Árni Vilhjálmsson, Marko Pavlov, Sigmar Ingi Sigurðsson (m).

Lið Grindavíkur: Jack Giddens, Jamie Patrick McCunnie, Ray Anthony Jónsson, Ian Paul McShane, Jóhann Helgason, Orri Freyr Hjaltalín, Ólafur Örn Bjarnason, Magnús Björgvinsson, Guðmundur Andri Bjarnason, Robert Winters, Alexander Magnússon.
Varamenn: Óskar Pétursson (m), Bogi Rafn Einarsson, Michal Pospísil, Matthías Örn Friðriksson, Scott Ramsay, Guðmundur Egill Bergsteinsson, Yacine Si Salem.

Breiðablik 2:1 Grindavík opna loka
90. mín. Alexander Magnússon (Grindavík) á skalla sem er varinn á línu. Þarna voru Blikar heppnir, góður skalli en varnamenn Blika voru vel vakandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert