Ekkert mark í Eyjum

Christian Olsen hjá ÍBV í færi gegn Sigmari Inga Sigurðarsyni …
Christian Olsen hjá ÍBV í færi gegn Sigmari Inga Sigurðarsyni markverði Blika í leiknum í kvöld. mbl.is/Sigfús Gunnar

ÍBV og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í 2. umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi-deildarinnar, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.

Blikar fengu besta færi leiksins í uppbótartímanum en varnarmönnum ÍBV tókst þá að komast fyrir skot Elfars Árna Aðalsteinssonar, Húsvíkingsins í framlínu Kópavogsliðsins.

Bæði liðin fengu því sitt fyrsta stig í deildinni en Blikum hefur ekki tekist að skora mark í fyrstu tveimur umferðunum.

Viðtöl um leikinn birtast á mbl.is síðar í kvöld og fjallað verður um hann í 8 síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

Lið ÍBV: Abel Dhaira - Arnór Eyvar Ólafsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner - Tonny Mawejje, George Baldock, Þórarinn Ingi Valdimarsson - Ian Jeffs, Christian Olsen, Guðmundur Þórarinsson.
Varamenn: Yngvi Magnús Borgþórsson, Aaron Spear, Ragnar Leósson, Gauti Þorvarðarson, Eyþór Helgi Birgisson, Víðir Þorvarðarson, Guðjón Orri Sigurjónsson (M).

Lið Breiðabliks: Sigmar Ingi Sigurðarson - Tómas Óli Garðarsson, Renee Troost, Sverrir Ingi Ingason, Kristinn Jónsson - Finnur Orri Margeirsson, Jökull I. Elísabetarson, Andri Rafn Yeoman - Haukur Baldvinsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Petar Rnkovic.
Varamenn: Ingvar Þór Kale (M), Sindri Snær Magnússon, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Arnar Már Björgvinsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Árni Vilhjálmsson.

ÍBV 0:0 Breiðablik opna loka
90. mín. ÍBV fær hornspyrnu +1
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert