Rohde: Þetta var góð byrjun

Nichlas Rohde danski framherjinn í liði Blika skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik þegar það vann ÍBV 1:0 í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Markið skoraði hann á 35. mínútu við mikinn fögnuð áhorfenda á Kópavogsvelli. Þeir hafa saknað þess í sumar að sjá markaskorara af bestu gerð og miðað við þennan fyrsta leik piltsins sem er á láni frá meistaraliði Nordsjælland.

Rohde var ánægður með að skora sitt fyrsta mark. „Þetta var góð byrjun fyrir mig, að skora og að vinna. Markið var allt í lagi. Ég hafði fengið þrjú færi en markvörðurinn var góður en ég kláraði þetta vel í markinu.“

Hann var síðan spurður út í frammistöðu liðsins og hvort honum hefði þótt hún góð. „Já ég held að hún hafi verið ágæt. Síðustu 30 mínúturnar vorum við undir mikilli pressu. Gæði deildarinnar eru ágæt. Ég var jákvæður þegar ég kom hingað.“

Þá sagðist hann að sjálfsögðu hlakka til næstu leikja og að skora fleiri mörk. Þá telur hann að Breiðablik geti komist hærra í deildinni.

Spurður hvort hann hafi sett sér einhver markmið í markaskorun sagði Rohde; „Nei bara að skora eins mörg mörk og ég mögulega get.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert