Ingvar: Þetta var dýfa

Ingvar Kale, markvörður Breiðabliks, fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Matthíasi Guðmundssyni, leikmanni Vals, í leik liðanna í kvöld. Þetta er annað rauða spjaldið sem Ingvar fær á tímabilinu og er hann á leið í tveggja leikja bann.

Ingvar var mjög ósáttur við dóminn og aðspurður hvort þetta hafi verið dýfa hjá Matthíasi segir hann: „Ég veit ekki hvort þetta var dýfa eða ekki. Hann fer með löppina í mig og ég reyni að forðast snertingu eins og ég get. Ég kem aldrei nálægt honum,“ segir Ingvar og bætir við:

„Ég veit að þetta var ekki snerting. Þetta var dýfa. Um leið og hann tekur snertinguna sjálfur neglir hann sér í grasið. Ég er mjög ósáttur út í hann (Matthías) og dómarann.“

Rætt er við Ingvar í myndbandinu hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert