Ótrúleg endurkoma Blika gegn Val

Tómas Óli Garðarsson úr Breiðabliki og Guðjón Pétur Lýðsson úr …
Tómas Óli Garðarsson úr Breiðabliki og Guðjón Pétur Lýðsson úr Val eigast við. mbl.is/Ómar

Breiðablik vann ótrúlegan sigur á Val, 4:3, í 14. umferð Pepsi-deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn voru yfir, 3:1, og manni fleiri þegar 15 mínútur voru eftir en Blikar skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggðu sér sigurinn.

Blikar voru ívið betri í fyrri hálfleik en það voru Valsmenn sem skoruðu. Kolbeinn Kárason skoraði með skalla á 34. mínútu eftir fína sókn heimamanna.

Í seinni hálfleik bættu Valsmenn við marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu. Matthías Guðmundsson slapp einn í gegnum vörn Blika og lék á Ingvar í markinu sem felldi Matthías. Magnús Þórisson dæmdi víti og rak Ingvar af velli.

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði af öryggi úr vítinu en Blikar jöfnuðu með marki úr hornspyrnu stuttu síðar. Það gerði Kristinn Jónsson.

Blikar fengu í sig mikinn kraft við markið og ætluðu að sækja stigið en fengu á sig mark í bakið. Kolbeinn Kárason skoraði aftur með skalla eftir fyrirgjöf Rúnars Más á 75. mínútu.

En fjörið var ekki búið. Þórður Steinar Hreiðarsson minnkaði muninn á 83. mínútu og í næstu sókn jafnaði Olgeir Sigurgeirsson metin, 3:3, eftir darraðardans í teignum.

Blikaveislunni var ekki lokið því á fyrstu mínútu í uppbótartíma tryggði Ben Everson Breiðabliki sigurinn og allt ætlaði um koll að keyra hjá Blikunum í stúkunni. Lokatölur, 3:4, eftir ótrúlegan lokakafla.

Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl koma inn á mbl.is seinna í kvöld.

Lið Vals: (4-3-3) Mark: Ólafur Þór Gunnarsson. Vörn: Jónas Tór Næs, Atli Sveinn Þórarinsson, Matarr Jobe, Joe Tillen.  Miðja: Haukur Páll Sigurðsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðjón Pétur Lýðsson. Sókn: Matthías Guðmundsson, Þórir Guðjónsson, Kolbeinn Kárason
Varamenn:
Eyjólfur Tómasson, Úlfar Hrafn Pálsson, Hafsteinn Briem, Kristinn Freyr Sigurðsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Indriði Áki Þorláksson, Andri Fannar Stefánsson.

Lið Breiðabliks: (4-3-3) Mark: Ingvar Þór Kale. Vörn: Þórður Steinar Hreiðarsson, Sverrir Ingi Ingason, Renee Troost, Kristinn Jónsson. Miðja: Finnur Orri Margeirsson, Andri Rafn Yeoman, Tómas Óli Garðarsson. Sókn. Gísli Páll Helgason, Ben Everson, Nichlas Rhode.
Varamenn:
Sigmar Ingi Sigurðarson, Sindri Snær Magnússon, Elfar Árni Aðalsteinsson, Haukur Baldvinsson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Páll Olgeir Þorsteinsson.

Valur 3:4 Breiðablik opna loka
90. mín. Nichlas Rohde (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá Dauðafæri! Rhode var svona meter frá marki og áttaði sig ekki á að hann var einn í heiminum. Skallaði boltann yfir. Vá!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert