Mark eftir 57 sekúndur nóg fyrir FH

FH-ingar fagna marki Alberts B. Ingasonar á fyrstu mínútunni í …
FH-ingar fagna marki Alberts B. Ingasonar á fyrstu mínútunni í kvöld. mbl.is/Ómar

Albert Brynjar Ingason tryggði FH sigur gegn Breiðabliki, 1:0, þegar liðin mættust í 15. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld.

Albert skoraði markið eftir aðeins 57 sekúndur þegar hann fékk sendingu innfyrir frá Atla Guðnasyni og lyfti boltanum yfir Sigmar í markinu.

Blikar spiluðu vel í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik, og settu mikla pressu á FH-inga. Þeir náðu þó ekki að skapa sér nægilega afgerandi marktækifæri.

FH fékk tækifæri til að bæta við marki í fyrri hálfleik þegar Finnur Orri Margeirsson braut á Birni Daníel Sverrissyni í teignum og víti var dæmt.

Björn fór sjálfur á punktinn en Sigmar Ingi Sigurðarson varði. Björn skoraði úr víti gegn Sigmari í fyrri leik liðanna í sumar.

Þrátt fyrir mikla pressu Blika undir lokin náðu þeir ekki að skora og FH fór með sigur af hólmi, 1:0.

Nánari umfjöllun um leikinn verður í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl koma inn á mbl.is seinna í kvöld.

Lið Breiðabliks: (4-3-3) Mark: Sigmar Ingi Sigurðarson. Vörn: Gísli Páll Helgason, Þórður Steinar Hreiðarsson, Renee Troost, Kristinn Jónsson. Miðja: Sverrir Ingi Ingason, Finnur Orri Margeirsson, Andri Rafn Yeoman. Sókn: Ben Everson, Tómas Óli Garðarsson, Nichlas Rhode.
Varamenn:
Hlynur Örn Hlöðversson, Sindri Snær Magnússon, Elfar Árni Aðalsteinsson, Haukur Baldvinsson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Adam Örn Arnarson.

Lið FH: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Guðjón Árni Antoníusson, Guðmann Þórisson, Freyr Bjarnason, Danny Thomas. Miðja: Pétur Viðarsson, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, Björn Daníel Sverrisson. Sókn: Hólmar Örn Rúnarsson, Atli Guðnason, Albert Brynjar Ingason.
Varamenn: Róbert Örn Óskarsrson, Kristján Gauti Emilsson, Emil Pálsson, Jón Ragnar Jónsson, Einar Karl Ingvarsson, Kristján Flóki Finnbogason, Brynjar Ásgeir Guðmundsson.

Breiðablik 0:1 FH opna loka
90. mín. Uppbótartími verður að minnsta kosti fjórar mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert