Vanda ráðin þjálfari Þróttar

Vanda Sigurgeirsdóttir er komin aftur í slaginn sem meistaraflokksþjálfari.
Vanda Sigurgeirsdóttir er komin aftur í slaginn sem meistaraflokksþjálfari. mbl.is/hag

Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og síðar landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur verið ráðin þjálfari kvennaliðs Þróttar í Reykjavík sem varð á dögunum meistari í 1. deild kvenna og leikur á ný í efstu deild á næsta ári.

Hún tekur við af Theódóri Sveinjónssyni sem sagt var upp störfum í vikunni. Vanda er ráðin til tveggja ára en hún hefur síðastliðið ár verið yfirþjálfari yngri flokka félagsins og þjálfað 3. flokk kvenna.

Síðast þjálfaði Vanda lið Breiðabliks en hún er eina konan á Íslandi sem hefur þjálfað meistaraflokkslið karla. Hún stýrði á sínum tíma 3. deildar liði Neista á Hofsósi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert