Gunnleifur: Vorum búnir að bíða lengi eftir þessum leik

Gunnleifur Gunnleifsson markvörðurinn snjalli í liði Breiðablik er ánægður með spilamennsku Blikanna þessa dagana en Breiðablik hefur nú spilað 15 leiki í röð án taps í öllum keppnum.

„Það er mikið eftir af tímabilinu en við erum á góðu róli. Við spilum vel bæði í sókn og vörn og það er mikið sjálfstraust í liðinu. Fyrri leikurinn í Eyjum búinn að sitja í okkur og við erum búnir að bíða lengi eftir þessum leik,“ sagði Gunnleifur en viðtalið í heild er hægt að sjá í myndbandinu hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert