Blikar lögðu toppliðið í dönsku úrvalsdeildinni

Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði sigurmark Breiðabliks.
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði sigurmark Breiðabliks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik hrósaði sigri gegn danska liðinu Midtjylland, 2:1, á æfingamóti í knattspyrnu í Portúgal í dag.

Það var markalaust eftir fyrri hálfleikinn en Árni Vilhjálmsson kom Blikunum yfir snemma í seinni hálfleik en Danirnir jöfnuðu skömmu síðar. Það var síðan Elfar Árni Aðalsteinsson sem tryggði Breiðabliki sigurinn.

Midtjylland trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar og hefur fjögurra stiga forskot á toppnum eftir 18 leiki.

Þetta var annar leikur Blikanna á mótinu en þeir mættu austurríska B-deildarliðinu Mattersburg á þriðjudaginn. Staðan eftir venjulegan leiktíma í þeim leik var, 1:1, en Blikarnir höfðu betur í vítakeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert