Markaveislur í deildabikarnum

Bojan Stefán Ljubicic skoraði tvö mörk fyrir Keflavík gegn Skagamönnum …
Bojan Stefán Ljubicic skoraði tvö mörk fyrir Keflavík gegn Skagamönnum í dag. mbl.is/Kristinn

Tveimur leikjum er lokið í deildabikarkeppni karla í knattspyrnu í dag í A-deild, riðli 1. ÍA og Keflavík skildu jöfn í miklum markaleik sem lauk 4:4, þar sem eitt rautt spjald fór á loft. Þá vann Breiðablik 4:3-sigur á Fram.

ÍA hefur nú 7 stig í riðlinum eftir þrjá leiki. Keflavík hefur jafnmörg stig en hefur leikið einum leik meira. Breiðablik er líka komið upp í 7 stig eftir þrjá leiki en Fram hefur 3 stig.

ÍA - Keflavík, 4:4
Garðar B. Gunnlaugsson 46., Andri Adolphsson 56., Jón Vilhelm Ákason 58., Einar Logi Einarsson 90. - Daníel Gylfason 21., Hörður Sveinsson 53., Bojan Stefán Ljubicic 90., 90.
Rautt spjald: Ármann Smári Björnsson (ÍA) 89.

Breiðablik - Fram, 4:3
Finnur Orri Margeirsson 5., 79., Tómas Óli Garðarsson 17., 41. - Guðmundur Steinn Hafsteinsson 2., Aron Þórður Albertsson 44., 81.

Markaskorarar úr leik Blika og Fram eru teknir af urslit.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert