Hörð barátta um gullskóinn

Jonathan Glenn, til hægri.
Jonathan Glenn, til hægri. mbl.is/Eggert Þór Jóhannesson

Blikinn Árni Vilhjálmsson blandaði sér í baráttuna um gullskóinn í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í dag þegar hann skoraði þrennu í 4:1 sigri Breiðabliks á Víkingi.

Jonathan Glenn, framherji ÍBV, er markahæstur í deildinni með 12 mörk en hann skoraði tvö mörk í 3:3 jafntefli Eyjamanna gegn Íslandsmeisturum KR í dag.

Markahæstu leikmenn:

12 - Jonathan Glenn, ÍBV
10 - Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki
10 - Gary Martin, KR
 9 - Hörður Sveinsson, Keflavík
 9 - Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni
 8 - Atli Viðar Björnsson, FH
 8 - Pape Mamadou Faye, Víkingi
 7 - Atli Guðnason, FH

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka