Blikar komnir í átta liða úrslit

Ellert Hreinsson skoraði eitt marka Breiðabliks.
Ellert Hreinsson skoraði eitt marka Breiðabliks. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með því að sigra BÍ/Bolungarvík, 4:0, í Fífunni í lokaumferð 1. riðils A-deildar.

Samkvæmt fótbolta.net skoruðu Ellert Hreinsson, Ismar Tandir, Olgeir Sigurgeirsson og Arnþór Ari Atlason mörkin fjögur en  tveir leikmanna BÍ/Bolungarvíkur voru reknir af velli.

Breiðablik endar með 16 stig, Fylkir er með 13, HK 12, FH 12, ÍBV 9, Þróttur R. 7, Víkingur Ó. 7 en BÍ/Bolungarvík fékk ekki stig og skoraði ekki mark í sjö leikjum.

Tveir leikir eru eftir í riðlinum, Þróttur R. - FH og Fylkir - Víkingur Ó. Ljóst er að ef FH og Fylkir vinna leikina komast bæði lið áfram. HK gæti komist áfram ef FH tapar fyrir Þrótti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert