Ótrúlegt að skora ekki meira

„Það var í rauninni ótrúlegt að skora ekki meira og að það skuli hafa verið markalaust í hálfleik,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3:1 sigur á ÍA í 16. umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og hefðum hæglega getað skorað nokkur mörk, en það tókst ekki. Síðan eftir að við komumst yfir komu kaflar hjá okkur þar sem við vorum hálf máttlitlir og þeir voru stundum nærri því að fá færi þannig að þetta var ekki góð staða. En svo kom annað markið og síðan fullkomnaði Jonathan flottan leik með því þriðja,“ sagði Arnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert