Dramatík í Akraneshöllinni

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði annað mark ÍBV í sigri liðsins …
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði annað mark ÍBV í sigri liðsins gegn Breiðabliki í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Tveir leikir fóru fram í A deild Fótbolta.nets mótsins í hádeginu í dag. Skagamenn fengu Þrótt í heimsókn í Akraneshöllina í riðli 1 og Breiðablik tók á móti ÍBV í Fífunni í riðli 2.

Skagamenn unnu dramatískan sigur gegn Þrótti, en lokatölur í þeim leik urðu 3:1 ÍA í vil.

Hilmar Ástþórsson kom Þrótti yfir á 44. mínútu leiksins, Jón Vilhelm Ákason jafnaði metin fyrir ÍA mínútu síðar. Arnar Már Guðjónsson kom svo ÍA yfir í uppbótartíma leiksins og Stefán Teitur Þórðarson gulltryggði Skagamönnum sigurinn skömmu síðar. 

Eyjamenn fóru síðan með sigur af hólmi gegn Blikum með tveimur mörkum gegn engu. Benedikt Októ Bjarnason skoraði fyrra mark ÍBV á 32. mínútu leiksins og Gunnar Heiðar Þorvaldsson bætti öðru marki ÍBV við undir lok fyrri hálfleiks. 

KR hafði betur gegn FH í gær í riðli 1 og er í efsta sæti riðilsins með þrjú stig og ÍA og Þróttur koma þar á eftir með eitt stig og FH er án stiga.

Leikur Breiðabliks og ÍBV var fyrsti leikurinn í riðli 2, en Stjarnan og Víkingur Ólafsvík eru með fyrrgreindum liðum í riðlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert