Breiðablik bætti stöðu sína

Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks.
Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik steig skrefi nær því að komast í átta liða úrslit A deildar Lengjubikarsins í knattspyrnu karla með 1:0 sigri gegn Selfossi á Jáverk-vellinum á Selfossi í dag. 

Guðmundur Atli Steinþórsson kom Breiðabliki yfir með marki sínu á 42. mínútu leiksins. Þar við sat og 1:0 sigur Blika staðreynd.

Breiðablik er með 10 stig líkt og Fylkir sem trónir á toppi riðilsins sökum betri markatölu. KA sem er í öðru sæti riðilsins með sjö stig mætir Fylki í lokaumferðinni. Ef KA vinnur leikinn fara KA og Fylkir áfram og Blikar sitja eftir í þriðja sæti. Nái KA ekki að vinna Fylki fara Breiðablik og Fylkir áfram.

Það eina sem Fylkismenn þurfa að forðast er að tapa með sjö marka mun fyrir KA, en ef það gerist fara KA og Breiðablik áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert