Svekkjandi að heyra menn fagna á okkar heimavelli

Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks.
Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks. Eva Björk Ægisdóttir

Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir tap gegn FH 0:1 en fannst skorta sköpunargleði á síðasta þriðjung vallarins. Fyrstu tíu mínúturnar urðu þeim að falli.

„Það var smá sofandaháttur í fyrri hálfleik og þeir koma grimmari en við inn í leikinn og uppskera mark. Í framhaldi af því förum við í gang og tökum yfir leikinn frá a-ö. Ég hefði viljað sjá meira hugmyndaflug á síðasta þriðjungi en heilt yfir er ég ánægður með baráttu minna manna.“

Þrátt fyrir að vera ágætlega sáttur við liðið var hann ósáttur að fara ekki með neitt úr þessum leik, en þegar viðtalið var tekið voru FH-ingar að syngja og tralla inni í klefa.
„Það er alltaf svekkjandi að heyra menn fagna á okkar heimavelli en það er eins og það er. Við verðum að þola það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert