Breiðablik í efsta sætið

Leikmenn Breiðabliks fagna marki á Hásteinsvelli í kvöld.
Leikmenn Breiðabliks fagna marki á Hásteinsvelli í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Breiðablik komst í kvöld í efsta sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, að minnsta kosti um stundarsakir, þegar liðið vann ÍBV, 2:0, á Hásteinsvelli í upphafsleik 8. umferðar. Bæði mörk Breiðablik voru skoruð snemma í fyrri hálfleik. 

Það tók ekki Breiðablik langan tíma að skora en þá skoraði Ellert Hreinsson eftir að boltinn hrökk út til hans og hann setti hann framhjá Derby í markinu. Blikar voru ekki lengi að gera nánast út um leikinn en strax aftur á 6.mínútu skoraði Derby Carillo sjálfsmark en þá tók Daniel Bamberg aukaspyrnu sem fór í stöngina boltinn í Derby og þaðan í netið.

Staðan 0:2 í hálfleik. Lítið markvert gerðist í seinni hálfleik en það helsta sem gerðist var það að Jonathan Glenn fékk rautt spjald en hann fékk tvö gul spjöld. Fyrra spjaldið fyrir dýfu og hitt fyrir að gefa Jóni Ingasyni olnbogaskot.

Fylgst var með gangi mála á mbl.is.

ÍBV 0:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið Öruggur sigur hjá Blikum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert