ÍBV í undanúrslit eftir ótrúlegan leik

Eyjamaðurinn Simon Smidt sækir að marki Breiðabliks í leiknum í …
Eyjamaðurinn Simon Smidt sækir að marki Breiðabliks í leiknum í dag. mbl.is/Þórður

ÍBV sigraði Breiðablik, 3:2, í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Eyjamenn eru þar með komnir í undanúrslit en Blikar eru úr leik.

Eftir fremur jafnan fyrri hálfleik var það Gísli Eyjólfsson sem skoraði eina mark hálfleiksins á 43. mínútu. Gísli fékk boltann rétt utan vítateigs, sólaði tvo varnarmenn ÍBV upp úr skónum áður en hann lagði boltann snyrtilega í markið.

Byrjun á seinni hálfleik var hreint út sagt ótrúleg. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kom Blikum í 2:0 á 47. mínútu en tólf mínútum síðar voru Eyjamenn komnir yfir.

Hafsteinn Briem minnkaði muninn með skalla á 50. mínútu og tvö mörk frá Simon Smidt á 54. og 59. mínútu komu Eyjamönnum í forystu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og ÍBV verður því í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita í bikarnum.

Breiðablik 2:3 ÍBV opna loka
90. mín. Breiðablik fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert