Blikar úr leik eftir hetjulega baráttu

Jelgava vann 3:2-sigur á Kópavogsvelli í fyrri leiknum.
Jelgava vann 3:2-sigur á Kópavogsvelli í fyrri leiknum. mbl.is/Ófeigur

Breiðablik gerði 2:2 jafntefli við lettneska liðið Jelgava í seinni leik liðanna í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla á Zemgales Olympic Centre í Jelgava í Lettlandi í dag. 

Jelgava bar sigur úr býtum í fyrri leik liðanna í Kópavogi fyrir viku, 3:2, og fer þar af leiðandi áfram í næstu umferð þar sem liðið mætir slóvakíska liðinu Slovan Bratislava. 

Daniils Turkovs kom Jelgava yfir á 15. mínútu leiksins, en Ellert Hreinsson jafnaði metin á 31. mínútu leiksins og Daniel Bamberg kom Blikum yfir úr vítaspyrnu tveimur mínútum síðar. Þegar þarna var komið við sögunni þurfti Breiðablik eitt mark í viðbót til þess að komast áfram.

Abdoulaye Diallo jafnaði síðan metin fyrir Jelgava þegar 20 mínútur voru eftir og Breiðablik þurfti eitt mark til þess að knýja fram framlengingu. Það tókst ekki og niðurstaðan 2:2 jafntefli. 

Jelgava bar sigur úr býtum í fyrri leik liðanna í Kópavogi fyrir viku, 3:2, og fer þar af leiðandi áfram í næstu umferð þar sem liðið mætir slóvakíska liðinu Slovan Bratislava. 

Jelgava 2:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Breiðablik fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert