Jafnt í vesturbænum

Blikinn Gísli Eyjólfsson reynir marskot í Frostaskjólinu í kvöld.
Blikinn Gísli Eyjólfsson reynir marskot í Frostaskjólinu í kvöld. mbl.is/Ófeigur

KR og Breiðablik gerðu 1:1 jafntefli í 16. umferð Pepsí-deildar karla í knattspyrnu á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í kvöld. Breiðablik hafði 1:0 yfir að loknum fyrri hálfleik en KR jafnaði þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. 

Blikar fengu vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Gunnars Þórs Gunnarssonar. Daniel Bamberg skoraði af öryggi úr spyrnunni á 39. mínútu.

Morten Beck Andersen jafnaði á 79. mínútu með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Mortens Beck frá hægri.  

Áfram munar því fjórum stigum á liðunum eins og gefur að skilja. Breiðablik er með 27 stig í 4. sæti en KR er í 5. sæti með 23 stig. 

KR 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Indriði Sigurðsson (KR) fær gult spjald Fyrir brot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert