ÍBV og Breiðablik skildu jöfn í Eyjum

ÍBV fær Breiðablik í heimsókn í dag.
ÍBV fær Breiðablik í heimsókn í dag. mbl.is/Golli

ÍBV og Breiðablik skildu jöfn, 1:1 í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Höskuldur Gunnlaugsson kom Breiðabliki yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Heiðar Þorvaldsson jafnaði í þeim síðar og þar við sat. 

Breiðablik er í 7. sæti með tólf stig og ÍBV í 9. sæti með einu stigi minna. Breiðablik byrjaði leikinn betur í dag og var það algjörlega verðskuldað þegar Höskuldur Gunnlaugsson skorði með skalla á 20. mínútu. 

Eftir því sem leið á leikinn komst ÍBV meira inn í leikinn og það var ekki ósanngjarnt þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson jafnaði með skalla eftir hornspyrnu á 72. mínútu. Lítið var um færi á síðustu 18 mínútunum og 1:1 jafntefli staðreynd.  

ÍBV 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Martin Lund (Breiðablik) á skot sem er varið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert