„Þeir sköpuðu ekki þessi mörk. Við gáfum þau“

Kristinn Magnússon

„Mér líður eins og mér líður alltaf eftir tapleiki. Þetta er ekki skemmtilegt. En við verðum að rísa strax á fætur. Það er leikur strax eftir fjóra daga. Við megum ekki vorkenna okkur, bara laga það sem við gerðum illa í kvöld og fara í næsta leik með meiri fókus og vera betri á okkar þriðjungi,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir 2:0 tap gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld.

„Við gáfum þeim tvö mörk. Þeir skapa ekki þessi mörk. Við gáfum þeim hornspyrnu og við gáfum þeim boltann á 25 metra færi sem leiddi til seinna marksins. Þeir voru ekki að opna okkur eða að komasta á bakvið okkur en þeir klára hálffærin sín og við klárum ekki hálffærin og færin okkar. Það kostaði okkur þrjú stig í kvöld,“ bætti Milos við.

Blikar stilltu upp í nýju leikkerfi. Hvers vegna spilað Milos þessu kerfi í kvöld með þriggja manna varnarlínu?

„Ég spilaði þessu kerfi því þeir eru líkamlegir með tvo góða skallamenn frammi. Ég vildi hafa góða skallamenn til að dekka þá í staðin fyrir að láta tvo litla bakverði dekka þá. En í staðin fá þeir frían skalla inni í teig eftir hornspyrnu og skora. En þetta er fótbolti, við áttum að vera löngu búnir að opna þá. Við höfðum ekki heppnina með okkur í dag,“ sagði Milos að lokum.

Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks.
Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks. Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert