Milos hættir með Blikana

Milos Milojevic.
Milos Milojevic. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt heimildum mbl.is mun Milos Milojevic ekki halda áfram starfi sínu sem þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu.

Milos var því væntanlega að stýra Blikaliðinu í síðasta skipti í dag þegar liðið bar sigurorð af FH, 1:0, í Kaplakrika í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Milos tók við Breiðabliki í byrjun tímabilsins eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum eftir tvær umferðir í deildinni.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur Breiðablik mikinn áhuga á að fá Rúnar Kristinsson sem næsta þjálfara en hann er á lausu eftir að hafa misst starf sitt hjá Lokeren fyrir nokkru. KR-ingar horfa einnig til síns gamla þjálfara en þeir eru í þjálfaraleit eftir að Willum Þór Þórsson tók þá ákvörðun að bjóða sig fram til Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert