Tvö rauð í stórsigri KA

Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk.
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA vann sannfærandi 4:0-sigur á Breiðabliki í Lengjubikar karla í fótbolta í Boganum í kvöld. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvö marka KA-manna og þeir Daníel Hafsteinsson og Aleksandar Trninic bættu við sínu marki hvor.

Blikinn Damir Muminovic fékk að líta beint rautt spjald á 36. mínútu og liðsfélagi hans, Kolbeinn Þórðarson fékk tvö gul spjöld á lokakaflanum og þar með rautt.

KR hafði betur gegn ÍR í sama riðli, 2:0, en leikið var í Egilshöll. Björgvin Stefánsson skoraði fyrra mark KR og Páli Rafn Pálmason bætti við síðara markinu. 

KA er í toppsæti riðilsins með 12 stig eftir fjóra leiki, Breiðablik í 2. sæti með níu stig og KR í 3. sæti með sjö stig. ÍR er á botninum án stiga. Ein umferð er eftir og baráttan er á milli KA og Breiðabliks um sæti í undanúrslitum. KA nægir jafntefli gegn Þrótti en tapi Akureyrarliðið kæmist Breiðablik áfram með því að sigra KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert