Sveinn Aron með tvö í öruggum sigri Blikanna

Eyjamaðurinn Dagur Austmann Hilmarsson og Blikinn Gísli Eyjólfsson í baráttunni …
Eyjamaðurinn Dagur Austmann Hilmarsson og Blikinn Gísli Eyjólfsson í baráttunni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik vann sannfærandi sigur gegn ÍBV, 4:1, þegar liðin mættust í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í dag.

Sveinn Aron Guðjohnsen var maður leiksins en framherjinn efnilegi skoraði tvö fyrstu mörk Blikanna sem voru sterkari lungann úr leiknum.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom Blikunum yfir með laglegu marki á 44. mínútu en hann lagði boltann vel fyrir sig og skoraði með föstu skoti neðst í hornið.

Færeyski landsliðsmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu sýndi að hann kann að skjóta á markið en hann jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks með þrumufleyg af um 30 metra færi. Boltinn steinlá neðst í markhorninu án þess að reynsluboltinn Gunnleifur Gunnleifsson kæmi nokkrum vörnum við en markið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það bjuggust væntanlega flestir við að Færeyingurinn reyndi skot af þessu færi.

Sveinn Aron var aftur á ferðinni á 62. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Aroni Bjarnsyni. Það var síðasta sending Arons í leiknum en búið var að undirbúa skiptingu áður en hann átti stoðsendinguna.

Blikarnir bættu svo við tveimur mörkum á lokakafla leiksins sem Gísli Eyjólfsson og varamaðurinn Willum Þór Þórsson skoruðu. Gísli skoraði með laglegu skoti eftir hælsendingu frá Arnþóri Ara og varamaðurinn Willum Þór skoraði með skalla af stuttu færi eftir slæm mistök Derby markvarðar Eyjamanna.

Breiðablik 4:1 ÍBV opna loka
90. mín. Willum Þór Willumsson (Breiðablik) skorar 4:1 Arnþór Ari átti fast skot á markið sem Derby varði en hann sló boltann upp í loftið og Willum Þór var réttur maður á réttum stað og skallaði boltann í netið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert