Sigurganga Breiðabliks heldur áfram

Marko Nikolic, Keflavík, og Arnþór Ari Atlason, Breiðablik, á Kópavogsvelli …
Marko Nikolic, Keflavík, og Arnþór Ari Atlason, Breiðablik, á Kópavogsvelli í dag. mbl.is/Eggert

Sigurganga Breiðabliks hélt áfram er liðið vann 1:0-heimasigur á Keflavík í 3. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag.

Fyrri hálfleikurinn var fínasta skemmtun en liðin skiptust á að eiga ágætis tækifæri til að skora markið. Heimamönnum óx þó ásmegin eftir því sem á hann leið og skoruðu, verðskuldað, fyrsta mark leiksins.

Það gerði Gísli Eyjólfsson með frábæru skoti frá vítateigslínunni er hann sneri hann í bláhornið fjær. Síðari hálfleikurinn var svo heldur slakari. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að kreista fram jöfnunarmark en gekk illa að skapa sér afgerandi færi og fleiri urðu mörkin ekki.

Breiðablik er áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, nú með níu stig. Keflavík er áfram í 11. sæti með eitt stig.

Breiðablik 1:0 Keflavík opna loka
90. mín. Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert