Stjarnan sótti þrjú stig í Kópavoginn

Daníel Laxdal er eltur af Aroni Bjarnasyni.
Daníel Laxdal er eltur af Aroni Bjarnasyni. mbl.is/Arnþór

Breiðablik tók á móti Stjörnunni í 7. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leiknum lauk með 1:0 sigri gestanna úr Garðabæ.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þótt gestirnir hafi fengið hættulegri færi. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að koma boltanum í netið og staðan því markalaus í leikhléi.

Gestirnir fengu vítaspyrnu á 57. mínútu þegar Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Breiðabliks gerði sig sekan um ótrúleg mistök og tók niður Þorstein Má Ragnarsson í vítateig heimamanna. Hilmar Árni Halldórsson fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Þetta reyndist eina mark leiksins og lokatölur því 1:0 fyrir Stjörnuna.

Blikar eru áfram á toppi deildarinnar með 11 stig, í bili í það minnsta en Stjarnan er komin í fjórða sæti deildarinnar í 10 stig.

Breiðablik 0:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Breiðablik fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert