Hrvoje Tokic í Selfoss

Hvorje Tokic er orðinn leikmaður Selfoss.
Hvorje Tokic er orðinn leikmaður Selfoss. Ljósmynd/Selfoss

Króatíski sóknarmaðurinn Hrvoje Tokic hefur skrifað undir tveggja ára samning við Selfoss og verður hann löglegur með liðinu þann 15. júlí næstkomandi. Tokic yfirgaf herbúðir Breiðabliks á dögunum.

Tokic er 27 ára og hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík og Breiðablik. Tokic lék afar vel með Víkingi og skoraði þar 21 mark í 29 leikjum. Verr gekk að finna netmöskvana í Kópavogi og var hann því látinn fara. 

Selfoss er í níunda sæti Inkasso-deildarinnar með átta stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert