KA og Breiðablik skildu jöfn

Elfar Árni Aðalsteinsson og Andri Rafn Yeoman í leik KA …
Elfar Árni Aðalsteinsson og Andri Rafn Yeoman í leik KA og Breiðabliks í fyrra. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA og Breiðablik mættust á Akureyrarvelli í 11.umferð Pepsideildar karla í leik sem var að ljúka nú í þessu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 

Eftir leikinn eru KA-menn með 9 stig og í níunda sæti deildarinnar, allavega fram á kvöldið, en Breiðablik er 18 stig í 3. sæti deildarinnar.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og ekki mikið um opin færi. KA-menn komust þó nálægt því að skora þegar Elfar Árni náði góðum skalla í teig Blika, Gunnleifur Gunnleifsson sá þó við honum með magnaðri markvörslu. Staðan 0:0 í hálfleik.

Í byrjun seinni hálfleiks urðu heimamenn í KA einum manni færri. Aleksandar Trninic sem var á gulu spjaldi fór þá aftan í Gísla Eyjólfsson. Vilhjálmur Alvar átti ekki annan kost en að senda Trninic útaf og KA-menn því manni færri það sem eftir lifði leiks.

Gestirnir úr Kópavogi reyndu hvað þeir gátu til að ná inn marki en sóknaraðgerðir þeirra báru ekki árangur. Vörn heimamanna hélt vel og Martinez var góður í markinu á bak við vörnina. Lokatölur á Akureyri 0:0.

KA 0:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Breiðablik fær hornspyrnu KA-menn koma boltanum frá. Það er afar lítið eftir hérna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert