Alltaf eiga markmennirnir stórleik

Ágúst Þór Gylfason.
Ágúst Þór Gylfason. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við höfum ekki náð að skora í síðustu tveimur leikjum þó að við fáum helling af færum. Alltaf eiga markmennirnir stórleik á móti okkur. Við erum hins vegar góðir til baka og náum að halda núllinu sem er jákvætt. En það er grátlegt að við náum ekki að landa þremur stigum hérna,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 0:0 jafntefli við ÍBV í Pepsi-deildinni í fótbolta í dag.

Blikar hafa ekki skoraði í tveimur leikjum í röð.

„Eins og ég segi, markmennirnir eiga alltaf stórleik á móti okkur og við kannski ekki alveg nógu klókir fyrir framan markið.“

Ætlar þú að sækja einhverja leikmenn í glugganum?

„Við erum nú þegar komnir með danskan sóknarmann sem er nú þegar byrjaður að æfa með okkur. Hann verður tilbúinn í næsta leik.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert