Markalaust í Vestmannaeyjum

Gísli Eyjólfsson, Dagur Austmann Hilmarsson og Andri Rafn Yeoman þegar …
Gísli Eyjólfsson, Dagur Austmann Hilmarsson og Andri Rafn Yeoman þegar liðin mættust í fyrstu umferðinni. mbl.is/Árni Sæberg

ÍBV og Breiðablik gerðu í dag markalaust jafntefli í 12. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn fór fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Þrátt fyrir markaleysið vantaði ekki færin hjá báðum liðum. Breiðablik komst næst því að skora er Oliver Sigurjónsson fór á vítapunktinn í uppbótartíma. Halldór Páll Geirsson varði hins vegar spyrnuna og tryggði ÍBV stig. 

Breiðablik er í þriðja sæti með 19 stig og ÍBV í áttunda sæti með 12 stig. 

Halldór Páll Geirsson tryggði ÍBV stig.
Halldór Páll Geirsson tryggði ÍBV stig. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
ÍBV 0:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Shahab Zahedi (ÍBV) fær gult spjald Fær gult spjald fyrir dýfu. Alls ekki sammála ákvörðun Þorvaldar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert