Blikar stimpluðu sig inn í toppbaráttuna

Thomas Mikkelsen skorar annað mark sitt í kvöld og þriðja …
Thomas Mikkelsen skorar annað mark sitt í kvöld og þriðja mark Breiðabliks úr vítaspyrnu. Ljósmynd/Víkurfréttir/Páll Ketilsson

Keflavík tók á móti Breiðabliki í 14. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leiknum lauk með 3:1-sigri gestanna.

Gestirnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, án þess þó að ná að skapa sér afgerandi marktækifæri. Gísli Eyjólfsson fékk besta færi hálfleiksins á 45. mínútu þegar skot hans, af stuttu færi, fór rétt fram hjá en hann sneri baki í markið þegar hann lét vaða á rammann.

Það var svo Gísli Eyjólfsson sem opnaði markareikninginn á 54. mínútu þegar hann kláraði vel úr teignum af stuttu færi eftir sendingu Arons Bjarnasonar. Aron Bjarnason slapp einn í gegn á 61. mínútu og átti skot sem Sindri í markinu varði, boltinn barst til Thomas Mikkelsen sem var einn og óvaldaður á fjærstönginn og hann kláraði í opið markið.

Hólmar Örn Rúnarsson minkaði muninn fyrir Keflavík á 82. mínútu með marki úr vítaspyrnu en það var svo Thomas Mikkelsen sem innsiglaði sigur Blika með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu og lokatölur því 3:1 fyrir Blika í hörkuleik.

Blikar eru því áfram í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig, einu stigi minna en topplið Vals og jafnmörg stig og Stjarnan en með lakari markatölu. Keflavík er sem fyrr á botni deildarinnar með 3 stig eftir fyrstu fjórtán umferðirnar.

Keflavík 1:3 Breiðablik opna loka
90. mín. Breiðablik fær víti Sindri tekur Davíð Kristján niður í teignum sem var að sleppa í gegn. Sýndist Sindri taka boltann fyrst. Gestirnir fá vítaspyrnu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert