Greið leið fyrir Blika?

Ágúst Þór Gylfason hefur gert frábæra hluti með Breiðablik síðan …
Ágúst Þór Gylfason hefur gert frábæra hluti með Breiðablik síðan hann tók við liðinu síðasta haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik, efsta lið úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, tekur á móti fyrstudeildarliði Víkings frá Ólafsvík í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Sigurliðið fer í úrslitaleik á Laugardalsvelli eftir mánuð.

Á meðan Ágúst Gylfason og Blikar hans hafa verið á siglingu og unnið fimm síðustu leiki sína hafa Ólafsvíkingar „hikstað“ að undanförnu í toppbaráttu 1. deildarinnar – gert tvö jafntefli í röð gegn liðum í fallbaráttu. Breiðablik hefur slegið út Íslandsmeistara Vals, KR og Leikni R. á leið sinn í undanúrslitin, en Víkingur R. er eina úrvalsdeildarliðið sem Ejub Purisevic og hans menn hafa unnið. Þeir slógu einnig út Fram úr 1. deild auk liða úr 3. og 4. deild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert