Tveir Víkingar í sjúkrabíl í Keflavík

Arnþór Ingi Kristinsson í leik gegn Keflavík.
Arnþór Ingi Kristinsson í leik gegn Keflavík. mbl.is/Hari

Tveir leikmanna Víkings úr Reykjavík hafa verið fluttir á brott frá Keflavíkurvelli í sjúkrabíl eftir að hafa meiðst í leik liðsins gegn Keflavík í Pepsi-deild karla í knattspyrnu sem nú stendur yfir.

Arnþór Ingi Kristinsson var borinn af velli þegar hann virtist meiðast á fæti á 55. mínútu leiksins. 

Um leið og sjúkrabíll renndi í hlað til að sækja hann fékk samherji hans Milos Ozegovic höfuðhögg og var skipt af velli í kjölfarið. Ozegovic var þegar fluttur á brott en Arnþór beið eftir öðrum bíl sem síðan fór með hann áleiðis á sjúkrahúsið í Keflavík.

Þegar þetta er liðið eru um 70 mínútur liðnar af leiknum, Víkingar eru með 1:0 forystu en sigur myndi væntanlega gulltryggja þeim áframhaldandi sæti í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert