Fjórir KA-menn í bann

Blikinn Jonathan Hendrickx verður í leikbanni gegn KA.
Blikinn Jonathan Hendrickx verður í leikbanni gegn KA. Eggert Jóhannesson

Fjórir af erlendu leikmönnunum í KA verða í leikbanni í lokaumferðinni gegn Breiðabliki í Pepsi-deild karla í knattspyrnu sem leikin verður á laugardaginn.

Á fundi agnefndar KSÍ gær voru KA-mennirnir Aleksandar Trninic, Archange Nkumu, Callum Williams og Vladimir Tufegdzic allir úrskurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Tveir leikmenn Blika taka einnig út leikbann í leiknum á móti KA, Alexander Helgi Sigurðarson og Jonathan Hendrickx. Breiðablik á enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en þeir eru tveimur stigum á eftir Val sem tekur á móti Keflvíkingum í lokaumferðinni.

Þá verða Stjörnumennirnir Daníel Laxdal og Alex Þór Hauksson í banni gegn FH en Stjörnumenn eiga afar veika von um að hreppa Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í þriðja sæti, þremur stigum á eftir toppliði Vals.

Leikmennirnir sem voru úrskurðaðir voru í bann og missa af leikjum sinna liða í lokaumferðinni í Pepsi-deildinni eru:

Aleksandar Trninic, KA
Archange Nkumu, KA
Callum Williams , KA
Vladimir Tufegdzic, KA
Jonathan Hendrickx, Breiðabliki
Alexander Helgi Sigurðarson, Breiðabliki
Daníel Laxdal, Stjörnunni
Alex Þór Hauksson, Stjörnunni
Almarr Ormarsson, Fjölni
Hans Viktor Guðmundsson, Fjölni
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Fylki
Ólafur Ingi Skúlason, Fylki
Rodrigo Gómez, Grindavík
Yvan Erichot, ÍBV
Jörgen Richardsen, Víkingi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert