Patrick og Willum valdir bestir

Patrick Pedersen úr Val er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni.
Patrick Pedersen úr Val er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni. mbl.is/Sigfús Gunnar

Patrick Pedersen úr Val var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla fyrir tímabilið 2018 af leikmönnum deildarinnar.

Danski sóknarmaðurinn skoraði 17 mörk í deildinni og endaði sem markakóngur en hann skoraði einu marki meira en Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson.

Willum Þór Wilumsson úr Breiðabliki var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar en hann skoraði 6 mörk í 19 leikjum með Blikunum á tímabilinu og skoraði tvö mörk í dag í 4:0 sigri Breiðabliks gegn KA.

Bæði Pedersen og Willum fá viðurkenningar sínar á lokahófum Vals og Breiðabliks í kvöld.

Þóroddur Hjaltalín var valinn besti dómari Pepsi-deildarinnar en hann dæmdi sinn síðasta leik þegar hann dæmdi viðureign Víkings og KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert