Alexander skoraði tvö í sigri Blika

Alexander Helgi Sigurðsson skoraði tvívegis fyrir Breiðablik gegn Gróttu.
Alexander Helgi Sigurðsson skoraði tvívegis fyrir Breiðablik gegn Gróttu. mbl.is/Hari

Alexander Helgi Sigurðarson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik þegar liðið vann 3:0-sigur gegn Gróttu í fyrsta leik liðanna í 4. riðli A-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu í Kórnum í dag.

Alexander Helgi kom Blikum yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan því 1:0 í hálfleik. Brynjólfur Darri Willumsson skoraði annað mark Blika seint í síðari hálfleik áður en Alexander Helgi bætti við þriðja markinu á 85. mínútu. Blikar byrja því Lengjubikarinn á góðum sigri en Grótta er í neðsta sæti 4. riðils eftir fyrstu umferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert