„Skýr skilaboð um að við stefnum hátt“

Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks.
Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks. Kristinn Magnússon

„Þetta var fínn leikur. Fyrri hálfleikur var svolítið erfiður þegar ringdi og boltinn spýttist mikið en síðan var auðveldara að ná tökum á boltanum í seinni háfleik þegar við lékum á móti vindi,“ sagði markaskorarinn Aron Bjarnason leikmaður Breiðabliks eftir 0:2 sigur liðsins  á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla í dag. 

Í byrjunarliði Breiðabliks voru þrír nýir leikmenn sem hafa verið stutt hjá félaginu. Hvernig var að spila með þessum nýju leikmönnum?

„Tveir þeirra komu fyrir bara tveimur dögum og mér fannnst þeir koma mjög vel inn í þetta. Þetta eru klókir leikmenn með reynslu þannig að þeir pössuðu vel inn í þennan leik og þetta lið.

Aðspurður hver stefnan sé fyrir Breiðablik á þessu tímabili segir Aron það vera að berjast um titla.

Stefnan er sett á að berjast um titilinn í báðum keppnum. Sérstaklega með nýjustu viðbótunum við leikmannahópinn, það eru skýr skilaboð um við ætlum okkur að stefna hátt.

„Við vorum að bæta við okkur reynslumiklum leikmönnum þannig séð. Arnar kemur frá Val og hefur verið í sigurliði þar, þetta eru allt flottir leikmenn,“ sagði Aron.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert