Blikar völtuðu yfir FH og fóru á toppinn

Jónatan Ingi Jónsson úr FH og Damir Muminovic úr Breiðabliki …
Jónatan Ingi Jónsson úr FH og Damir Muminovic úr Breiðabliki eigast við á Kópavogsvelli. mbl.is/Hari

Breiðablik fór upp að hlið ÍA í toppsæti Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta með 4:1-sigri á FH á heimavelli í dag. Breiðablik er nú með 16 stig eins og ÍA en FH er enn með ellefu stig.

FH byrjaði af miklum krafti og var boltinn meira og minna á vallarhelmingi Breiðabliks fyrstu tíu mínúturnar. Ekki tókst FH að skora fyrsta markið og eftir því sem leið á hálfleikinn komst Breiðablik betur inn í leikinn. 

Breiðablik sótti vel að marki FH næstu mínútur en eins og hjá FH tókst illa að skapa góð færi. Staðan eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik var því markalaus. 

Andri Rafn Yeoman var nálægt því að skora fyrsta markið í upphafi seinni hálfleiks en hann skaut hárfínt framhjá markinu. Aðeins örfáum mínútum skoraði hann hins vegar fyrsta markið er laust skot hans lak framhjá Vigni Jóhannessyni í marki FH, sem átti að gera betur. 

Breiðablik tvöfaldaði forskotið á 59. mínútu og þá átti Vignir ekki möguleika. Aron Bjarnason sótti að vörn FH og lagði boltann afar snyrtilega í bláhornið fjær. Daninn Thomas Mikkelsen bætti svo við þriðja markinu á 73. mínútu eftir skelfileg mistök hjá Vigni í markinu hjá FH. 

Fjórða markið kom aðeins þremur mínútum síðar er Aron Bjarnason var aftur á ferðinni með keimlíku marki og hann skoraði fyrr í leiknum. 

FH-ingar hættu ekki og Brynjar Ágúst Guðmundsson lagaði stöðuna á 83. mínútu. Hann fylgdi þá eftir þegar Gunnleifur hafði varið vel frá Steven Lennon sem tók aukaspyrnu rétt utan teigs. Nær komst FH hins vegar ekki og glæsilegur sigur Breiðabliks varð raunin. 

Breiðablik 4:1 FH opna loka
90. mín. FH fær hornspyrnu Þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert