Kem sterkari í HK leikinn

Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson. mbl.is/Hari

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, varð fyrir meiðslum í baki í kjölfarið á fyrra marki KR í toppslag KR og Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í kvöld.

Gunnleifur skrifaði á Twitter-síðu sína að hann komi sterkari í HK-leikinn en Kópavogsliðin eigast við á Kópavogsvellinum á sunnudaginn. Gunnleifur var ekki eini leikmaðurinn sem fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í leiknum í kvöld því Alex Þór Hilmarsson miðjumaður KR var borinn af velli undir lok fyrri hálfleiks eftir að hafa meiðst í hné.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert