Landsliðsmaður í stjórn?

Indriði Sigurðsson lék 422 deildaleiki á ferlinum, 371 þeirra sem …
Indriði Sigurðsson lék 422 deildaleiki á ferlinum, 371 þeirra sem atvinnumaður erlendis, og spilaði 65 landsleiki. mbl.is/Golli

Útlit er fyrir að næsti aðalfundur knattspyrnudeildar KR verði nokkuð líflegur. Tveir fyrrverandi leikmenn liðsins gefa kost á sér í stjórnina. Annar þeirra er fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður, Indriði Sigurðsson. Fremur sjaldgæft er að landsliðsmenn hafi látið til sín taka í knattspyrnudeildum þótt auðvitað megi finna um það dæmi.

Hinn er Jón Skaftason sem er frægastur fyrir að skora mikilvægt mark fyrir KR gegn Fylki á lokaspretti Íslandsmótsins árið 2002.

Kristinn Kjærnested, sem lengi hefur farið fyrir knattspyrnudeildinni, gefur ekki kost á sér eins og fram kom í október í fyrra. Hefur Kristinn verið formaður frá árinu 2008 og í stjórninni í tvo áratugi. Stjórnin mun því taka breytingum og hefur lögmaðurinn Páll Kristjánsson lýst því yfir að hann gefi kost á sér til formennsku. Páll hefur verið í stjórn knattspyrnudeildar síðustu þrjú árin og var um tíma formaður KR-klúbbsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert