Eggert Gunnþór til liðs við FH

Eggert Gunnþór Jónsson varð bikarmeistari með SönderjyskE á dögunum.
Eggert Gunnþór Jónsson varð bikarmeistari með SönderjyskE á dögunum. Ljósmynd/aðsend

Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jóns­son er genginn til liðs við FH og mun spila með liðinu á Íslandsmótinu í sumar en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning í Hafnarfirðinum.

Eggert er nýkrýndur danskur bikarmeistari en hann kemur frá Sönd­erjyskE. Hann er 31 árs gamall miðjumaður sem hefur leikið sem atvinnumaður undanfarin 15 ár í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Hann á 21 landsleik að baki með Íslandi og samtals 319 deildaleiki með félagsliðum á ferlinum.

Félagaskiptaglugginn verður opnaður 5. ágúst og gæti hann því tekið þátt í stórleik FH og Vals í Kaplakrika það kvöld.

Guðmundur Hilmarsson ræddi við Eggert í viðtali sem birtist á Facebook-síðu FH og má horfa á það með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert