Blikar of lengi í gang í Þrándheimi

Thomas Mikkelsen framherji Breiðabliks.
Thomas Mikkelsen framherji Breiðabliks. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik er úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir 2:4-tap fyrir norska liðinu Rosenborg í Þrándheimi í kvöld. Norska liðið gekk frá Blikum á fyrsta hálftíma leiksins. 

Torgeir Børven kom Rosenborg yfir strax á fjórðu mínútu og þeir Tore Reginiussen og Even Hovland bættu við mörkum áður en Børven skoraði sitt annað mark og fjórða mark Rosenborg á 29. mínútu. 

Breiðablik mætti sterkara til leiks í seinni hálfleik og Viktor Karl Einarsson minnkaði muninn með fallegu marki á 60. mínútu. Daninn Thomas Mikkelsen lagaði stöðuna enn frekar fyrir Breiðablik í uppbótartíma úr víti eftir að Gísli Eyjólfsson var felldur innan teigs. 

Nær komst Breiðablik ekki og Evrópuævintýri Blika í ár því á enda. 

Rosenborg 4:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið Blikar voru of lengi í gang í Þrándheimi í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert